laugardagur, 5. júlí 2008

Taco´s

Vorum með Taco í matinn í gær, svona það næsta sem við komumst ruslfæði.
Taco mixin sem fást í pökkum eru yfirleitt með einhverju í sem við bjóðum ekki upp á. Þess vegna gerum við Taco frá grunni.
Í það notum við:

500gr nautahakk
250 gr Nýrnabaunir (yfirleitt þá um 400gr dós, restin er vökvinn)
400gr Grunn tómatsósa, eða samsvarandi magn niðusrsoðnir tómatar.
80 gr tómatpúrra
2 dl vatn
1 súpukrafts teningur
1 laukur, fínsaxaður
1-3 hvítlauksgeirar kramdir
Kryddað til með pipar, chilli, oregano, steinselju, basil og múskat.

Brúnið laukinn og hvítlaukinn á pönnu, steikið svo hakkið með.
Færið kjötblönduna yfir í pott og bætið við tómatsósunni (niðursoðnum tómötum), tómatmaukinu, vatninu, súputeningnum og nýrnabaununum.
Kryddið eftir smekk en kryddið minna en þið teljið þurfa, bragðið á eftir að magnast.
Leyfið þessu að malla við lágan hita í hálftíma eða jafnvel lengur, bætið við smá vatni ef þetta fer að verða of þurrt. Áður en það er borið fram smakkið þá á því og bætið við kryddi ef ykkur finnst vanta.

Saxið svo niður ferskt grænmeti og hitið Tacoskeljarnar í ofni eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Krökkunum finnst gaman að setja sjálf í skeljarnar.
Fínt að hafa Taco sósu, Salsa og guacamole með einnig.

Þær taco skeljar sem ég hef keypt innihalda ekkert glútein, eru úr mais mjöli sem eru náttúrulega glúteinlaust. Lesið samt utan á pakkann til öryggis, ég hef séð taco skeljar líka sem innihalda hveiti.

Engin ummæli: