laugardagur, 26. júlí 2008

Útilegumatur

Við vorum á ættarmóti um daginn, sofið í tjöldum og allt það. Áður en við fórum var ég hálf áhyggjufull um að erfitt yrði að finna hentugan mat í útilegu sem að börnin myndu borða. Ég vildi heldur ekki vera að stressa mig of mikið yfir einhverri matargerð á ættarmótinu sjálfu. En það hafðist og ferðin var mjög ánægjuleg í alla staði.


Í morgunmat vorum við með Cornflakes, glútenlaust meusli http://krakkamatur.blogspot.com/2008/06/granola-ii-muesli-hnetulaust.html

og poppað Hirsi með hunangi (fæst í maður lifandi Hirse Honnig Poopies frá Allos) og Isola hrísgrjónamjólkin út á. Síðan voru í boði ávextir með.


Í hádegismat fyrri daginn var í boði Pizza bollur http://krakkamatur.blogspot.com/2008/07/pizzu-bollur.html

Ágætt að taka þær úr frysti daginn áður og leyfa að þiðna í kæliboxinu. Einnig voru í boði harðsoðin egg (sauð þau áður en við lögðum af stað) Skólagúrkur og kirsuberjatómatar og desert grjónagrautur http://krakkamatur.blogspot.com/2008/06/desert-grjnagrautur-hnetulaust.html sem var gerður áður en við lögðum af stað. Bjó til stóran skammt og sett í box með loftþéttu loki.


Í kvöldmat var svo bara grillað kjöt, grænmeti með og ég keypti tómatsósuna frá Himnesk hollusta fyrir börnin. Hún er að mínu mati nákvæmlega eins og venjuleg Heinz eða Hunts tómatsósa en úr mun hollari hráefnum.

Móðursystir mín gerði eitt mjög sniðugt, áður en hún kom skar hún niður kjúklingabita og þræddi upp á járn tein. Þessu var svo pakkað í plast, kælikubbur sett sitthvorum megin við og aftur pakkað í plast. Ég hef alltaf verið smeyk við að grilla kjúkling því ég er alltaf viss um að hann verði hrár í miðjunni hjá mér en vegna járnteinsins fer líka hiti inn í bitana. Mér finnst líka óþægilegt að ferðast með hráan kjúkling en þessu var svo kyrfilega pakkað að engin hætta var á að blóðvökvi læki í annan mat og hélst vel kalt.
Í hádegismat hinn daginn var í boði hrökkbrauð (Ég nota Crispread frá Amisa, eina sem ég hef fundið sem er líka sykurlaust) og mais popp kex með Hummus (gerði hummus áður en við lögðum af stað). Skólagúrkur og kirsuberjatómatar. Harðsoðin egg og Desert grjónagrautur.


Í kvöldmat var sameiginleg máltíð, heil grilluð læri (frekar mörg enda um 170 manns í mat) einnig var salat, grillaðar kartöflur, grillbrauð og sósa. Hvorki grillbrauðin né sósan var í lagi fyrir okkur. Ég bjó til grillbrauð fyrir okkur http://krakkamatur.blogspot.com/2008/07/grillbrau-ea-snbrau.html en nennti ekki að stand í sósugerð og því var bara tómatsósan frá himnesk hollusta í boði með. Í staðinn fyrir gos var í boði sódavatn og eftir matinn grilluðu börnin sér glútenlaus snúbrauð úr restinni af deiginu frá grillbrauðunum meðan að hin börnin notuðu afgang af deiginu sem grillbrauðin höfðu verið gerð úr.


Á milli mála báða dagana var í boði Larabar, meusli stangir, Ávextir bæði ferskir og þurrkaðir, harðfiskur og snakk. Vatn og Ávaxtasafar. Einnig bakaði ég muffins http://krakkamatur.blogspot.com/2008/05/bkuum-banana-mffins-me-kaffinu-dag.html

sem er hægt að taka úr frysti þegar lagt er af stað og leyfa því að þiðna í kæliboxinu.


Ég vissi það að flest börnin þarna myndu grilla sykurpúða og tók því með Rice and Rice búðing handa börnunum til þess að fá í staðinn, þau voru búin að fá sportið við að grilla sjálf en vildu auðvitað eitthvað sætt þegar hin börnin fengu eitthvað sætt. Rice and Rice búðingur telst sem svindl hjá okkur þar sem að hann inniheldur maís sýróp en maður verður að leyfa eitthvað smá á ættarmóti ;)


Þægilegast er að vera með ávexti og grænmeti sem þarf lítið að skera. Epli, mandarínur, banana, vínber, jarðarber og kiwi td og litlar snakk eða skólagúrkur og kirsuberja eða konfekt tómata.

Engin ummæli: