sunnudagur, 17. ágúst 2008

Amerískar pönnukökur (lummur)

Pönnukökur eru mjög vinsælar hér.
Þessar eru þægilegar því ekki þarf sér pönnu fyrir þær. Þær eru vinsælastar hér sem amerískar pönnukökur með sýrópi. Þá nota ég Agave sýróp út á þær.

1 og 1/2 bolli Hrísmjöl
3 msk Maís mjöl
2 msk Kartöflumjöl
1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 bolli hrísgrjónamjólk
1/2 tsk salt
2 egg
3 msk olía
1 bolli eplamauk
1 tsk sítrónusafi (má sleppa)

Öllu hrært vel og vandlega saman þar til blandan er kekkjalaus. Steikt á pönnu við miðlungshita, hægt að gera þær litlar í lummustærð eða stærri sem amerískar pönnukökur.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

LOKSINS!!!
Sæl Kitty, takk fyrir frábærar uppskriftir! Ég er að eiga við eitthvert óþol fyrir ýmsum aukaefnum í mat og líklega fyrir glúteini og hef átt mjög erfitt með að finna mér uppskriftir sem ganga (hef verið að mikla þetta svolítið fyrir mér). Ætla svo sannarlega að prófa þínar. Haltu endilega áfram frábæru starfi.
María