laugardagur, 27. september 2008

Heill kjúklingur með Thailenskum keim

Mig langaði í eitthvað ferskt og með thailenskum keim í kvöld en samt eitthvað sem að börnin myndu borða, var með heilan kjúkling í ísskápnum sem ég hafði planað að hafa í matinn þannig að ég notaðist við hann. Notaðist við svipað bragð og er í Laab gai salatinu en bara mun mildara og ögn einfaldara.

Uppskriftin kallar á :
1 heilan kjúkling
1 heilan hvítlauk
2 lime
1 tsk af góðu thailensku chilli
1 lítið búnt af myntu
1 rauðlauk
2 msk olía
Salt (ég notaði maldon salt)

Ég byrjaði á að mauka alla hvítlauksgeirana í morteli (alveg hægt að nota hvítlaukspressu) og blandaði chilli duftinu við. Kreisti svo safannn úr 1 og hálfu lime og hrærði saman við. Hellti helmingnum af blöndunni í skál.
Bætti út í skálina 1 grófsöxuðum rauðlauk, myntunni grófsaxaðari, hálfu lime skorið í báta, olíu og góðri klípu af salt. Veltu þessu öllu saman og kramdi aðeins með höndunum. Tók kjúklinginn og fyllti hann með þessari blöndu. Hellti safanum sem var eftir í skálinni með inn í kjúklinginn.
Setti kjúklinginn í eldfast mót og penslaði restinni af lime, hvítlauks chilli blöndunni yfir hann og stráði annari vænni klípu af salti yfir. Hellti c.a dl af vatni í botninn á eldfasta mótinu. Inní ofn við 180 gráður í c.a 90 mínútur (var með frekar stóran kjúkling)
Fyllingin kryddaði kjötið alveg frábærlega innan frá með lime og myntu og smá keim af chilli. Æðislegur en einfaldur kjúklingur.

1 ummæli:

Svava sagði...

Þetta hljómar nú bara ágætlega djúsí!