föstudagur, 12. september 2008

Kjúklinganaggar

Ég ætla að byrja á því að biðjast afsökunar á því hvað það er langt síðan að ég hef bloggað. Var erlendis í 2vikur, brákaði svo á mér únliðinn seinasta daginn úti þannig að það hefur ekki farið mikið fyrir tilrauna eldamennsku hér á bæ seinasta mánuðinn eða svo.

En nú er kominn tími á að byrja aftur að blogga.

Kjúklinganaggar eru vinsælir hjá svo til öllum börnum. Þessi uppskrift er einföld og nokkuð góð, mjög góð að mati barna en ég persónulega er ekkert sérstaklega hrifin af nöggum. Fínt að bjóða upp á í barna afmælum í staðinn fyrir pizzur, pylsur oþh. Eða bara um helgar í staðinn fyrir annan ruslmat. Þeir eru ekki þeir hollustu enda brasaður matur en þú veist allaveganna nákvæmlega hvað er í þeim.

Kjúklingabitar, td kjúklingabringur skornar í bita. Hægt að nota hvaða kjúklingakjöt sem er sem er beinlaust. Blandan dugar fyrir c.a 3 bringur.

Deighjúpur:

1/3bolli Glútenlaust hveiti (Ég nota c.a 80% hrísmjöl og 20% Tapioca mjol)
1/4 tsk salt
1 og 1/2 tsk edik
1/4 tsk Matarsódi
1/3 bolli vatn

Blandið hveitinu og saltinu saman í skál, í annari skál blandið þið saman Matarsóda og ediki, hellið edik blöndunni yfir hveitið og svo vatninu strax yfir. Hrærið vel. Látið standa í 5 mínútur og þá mun blandan þykkna. Setjið svo kjúklingabitana í deig blönduna og látið standa í henni meðan að þið hitið olíu á pönnu. Þegar olían er orðin heitið steikið þá bitana á pönnunni þar til þeir eru gullinbrúnir og bitarnir eru gegnsteiktir.

Engin ummæli: