miðvikudagur, 24. september 2008

Laab Gai, Thailenskt kjúklingasalat (FULLORÐINS)

Þetta thailenska kjúklingasalat er í miklu uppáhaldi hjá bæði mér og manninum mínum en við höfum ekki lagt í að gera það fyrir börnin þar sem það er allt of sterkt, geri þá bara einfalt og mildara kjúklingasalat fyrir þau.
500 gr kjúklingakjöt, skorið smátt.
6 Hvítlauksgeirar, maukaðir
2 litlir bitar Galanga (fæst í asískum verslunum) ristaðir og muldir.
3 teskeiðar þurrkuð, ristuð fínt mulin tailensk chilli.
3-4 Msk Nam bplah (fish sauce) lesið vel á miðann því sumar innihalda glúten, sjaldgæft en kemur fyrir.
Safinn úr 2-3 Lime.
2 Vorlaukar fínt saxaðir (bara hvíti parturinn)
1/2 rauðlaukur, fínsaxaður.
1/2 bolli söxuð mynta
2 Msk ristuð mulinn grjón (Ristið hrísgrjón á þurri pönnu þar til þau eru gullin, hristið allan tímann svo þau brenni ekki og myljið svo í morteli)

Steikið kjúklinginn á pönnu og hrærið saman við hann Lime safa, hvítlauk, Nam bplah, chilli, galanga. Leyfið svo að kólan þar til það er við stofuhita og hrærið rauðlauk, vorlauk og myntu saman við. Hellið síðan ristuðu grjónunum yfir og hrærið saman við.
Ég borða þennan rétt þannig að ég set skammt af honum á Iceberg blað, vef því utan um og borða á svipaðann hátt og ef þetta væri Burritos.

Hef síðan mikið af skornu grænmeti með, gúrku, papríku, ferskum baunabelgjum og maðurinn minn vill rifnar gulrætur með. Sýð einnig hrísgrjón með.

Engin ummæli: