fimmtudagur, 23. október 2008

Möndlumjólk

Möndlumjólk er mun hollari en hrísmjólk, hrísmjólk inniheldur litla næringu en möndlumjólkin gerir það aftur á mót. Hún er gífurlega einföld að gerð:

Hlutföllin eru:
1 hluti möndlur (dl, bolli, hentugt glas)
4 hlutar vatn

Best er að láta möndlurnar liggja í bleyti einhvern tíma fyrst, ég læt þær stundum liggja í bleyti inn í ísskáp yfir nótt, þá get ég klárað að gera hana um morgunin og hún er samt köld.
Vatninu og möndlunum er hent í blender og honum skellt af stað. 2-5 mínútur, fer eftir hve lengi þær lágu í bleyti.
Ég legg síðan tusku (keypti bleiju tuskur sem ég nota eingöngu í þetta) ofan í sigti og helli vökvanum í sigtið, skil það svo eftir í 5 mínútur eða svo meðan vökvinn er að renna í gegn. Kreisti svo jafn mikinn vökva og ég mögulega get úr blöndunni í gegn um tuskuna.

Þeir sem vilja hana sætari geta sett Agave eða Stevíu (eða annað sætuefni) eftir smekk. Hræra svo bara eða hrista vel.

Engin ummæli: