föstudagur, 17. október 2008

Rúsínu smákökur

Þessar er þægilegt að taka með sér þegar maður gerir ráð fyrir að vera í kaffi annarstaðar en heima hjá sér. Þau kex sem eru glúteinlaus, mjólkurlaus og alveg reyr sykurlaus eru mjög fá hér á landi og fáránlega dýr. Alveg upp í rúmlega 100 kr kex kakan. Mér presónulega finnst um 1000kr fyrir venjulegan kaffitíma allt of mikið. Þessar minna mjög á svona oatmeal raisin cookies. Þessar eru eggjalausar einnig.


1/2 bolli hunag EÐA Agave
1/3 bolli ávaxtasykur
1/2 bolli kókosolía
1/2 bolli hnetusmjör eða möndlusmjör
1/2 tsk vanilla
1 bolli hrísmjöl
3/4 bolli quinoa flögur (ef þið eigið hirsi flögur td notist þá við þær)
1 tsk natron
1/4 tsk salt
1/2-1 bolli rúsínur, ég vil hafa mikið af rúsínum og notaði heilan bolla.

Hrærið saman öllum þurrefnum. Í annarri skál þeytið þá vel og rækilega saman blautefnunum. Bætið svo þurrefnum og þeytið þar til allt blandast vel saman. hrærið svo rúsínum saman við. Mótið svo kúlur úr blöndunni og setjið á bökunarplötuna og pressið örlítið niður. Vel rúmlega tsk í hverja kúlu.
Bakist við 170 gráður í 10-15 mínútur. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en þið reynið að taka þær af plötunum annars hrynja þær í sundur. Þær eru mjög mjúkar og lausar í sér þangað til þær hafa fengið að kólna.

Engin ummæli: