mánudagur, 27. október 2008

Smalabaka

1 stór laukur, saxaður
3-4 stórar gulrætur, rifnar
c.a 500 gr hakk
200-400ml vatn
1 msk olía
1 súputeningur
krydd eftir smekk, ég hafði þetta einfalt og notaði svartan pipar og ekkert annað.

c.a 500 gr soðnar kartöflur, flysjaðar.
1-2 msk olía
smá salt og pipar

Steikjið laukinn við miðlungshita þar til hann er orðin hálf glær, bætið þá gulrótunum við og steikjið áfram í nokkrar mínútur. Hellið þessu í pott og bætið við vatni og súputening.
Steikið hakkið og bætið við í pottinn kryddið og leyfið þessu að malla.
Ég byrja á c.a 2 dl af vatni og bæti við smá vatni eftir þörfum ef mér finnst þetta of þurrt.

Stappið kartöflurnar með olíunni og salt og pipar. Ef þið eruð með soðnar kartöflur með matnum daginn áður þá er fínst að sjóða aukaskammt af kartöflum þá til að notast við í þennan rétt.

Þegar kjötblandan hefur fengið að malla í allaveganna korter en má alveg leyfa henni að malla alveg upp í klukkutíma eða svo (bara muna að bæta við vatni) hellið henni þá í ofnfast mót. Setjið kartöflustöppuna yfir þannig að hún þekji kjötblönduna að mestu leyti. Setjið inn í 200 gráðu heitan ofn í c.a 20 mínútur eða þar til kartöflustappan er orðin gullin að ofan.

Berið á borð með grænmeti að eigin vali.

Engin ummæli: