fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Þeyttur rjómi!

Það er komin ný vara á markaðinn hér á fróni. Rice whip frá Soyatoo. Hingað til höfum við alfarið sleppt þeyttum rjóma, þeir einu sem ég hef fundið innihalda soya sem ég reyni að forðast. Einnig er reyndar hægt að fá rjóma unninn úr höfrum en við notum ekki hafra og ég veit ekki hvort það sé hægt að þeyta hann.

Rice whip er allaveganna kominn í Yggdrasil, Maður lifandi og Fjarðarkaup.
Við höfum reyndar ekki notað hann mikið, en stráknum fannst rosalegt sport að fá þeyttann rjóma út í kakóið sitt. Ætla að prufa mig áfram með að nota hann, veit ekki hversu mikið alveg á næstunni þar sem ég er að fara prufa mig áfram með jólasmáköku uppskriftir svo að það sé allaveganna hægt að baka fyrir jólin en ég hef nokkrar hugmyndir til að prófa með þennan rjóma.

Mér finnst frábært framtak hjá Yggdrasil (heildsalan Yggdrasill flytur hann inn) að koma loksins með á markaðinn mjólkur og soyalausum sprauturjóma.

Ath það stendur Maltódextrín í fyrstu innihaldslýsingunni sem er á þýsku en í annarri lýsingunni sem er á ensku er tekið fram að það sé maltódextrín unnið úr hrísgrjónum.

1 ummæli:

Svava sagði...

Líklega er gott að nota rjómann út á glúteinlausar vöfflur:) Fékk eftirfarandi uppskrift í Yggdrasil:

1 bolli bókhveitimjöl
1 bolli rísmjöl eða quinua-mjöl
1/2 bolli hirsiflögur
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1/8 tsk. salt
1 msk. sesamfræ
1 msk. graskersfræ, mulin
3 msk. olífuolía eða önnur góð olía
1 egg
2- 2 1/2 bolli rísmjólk, sojamjólk eða vatn.

Hræra vel saman. Ef uppskriftin er of stór er gott að geyma hluta af deiginu í ísskápnum til næsta dags.

Þessi uppskrift er frá Árný A. Runólfsdóttur: arnyr@simnet.is, www.simnet.is/arnyr