miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Furuhnetumjólk

Furuhnetumjólk er auðveld og þægileg, hún virkar líka dálítið rjómakennd og að okkar mati er hún mjög góð.

Hlutföllin eru:
1 hluti furuhnetur (dl, bolli osfrv)
6 hlutar vatn
Sætt eftir smekk með td agave, hunagi, stvíu eða öðru.

Öllu skellt í blender og leyfa honum bara að ganga í smástund, það þarf ekki að láta þær liggja í bleyti en mér finnst þær blandast aðeins fljótar þannig. Þarf ekkert að sía heldur er hún strax tilbúin til notkunar.

Engin ummæli: