föstudagur, 7. nóvember 2008

Góð heilsa gulli betri...

Undanfarna daga hef ég verið pirruð, ákaflega pirruð. Ég hef þrætt heilsuvöruverslanir borgarinnar í leit af hinu og þessu. Allstaðar sér maður að úrvalið hefur stórlega minnkað og kannski er það bara ég en sérstaklega minnkað í glúteinlausu deildunum. Svo þegar maður spyr um eitthvað þá er alltaf sagt að þetta sé vonandi að koma fljótlega. Svona "sér"vara sem er samt nauðsynleg mörgum er víst ekki ofarlega á lista yfir því sem fæst gjaldeyrir fyrir. Ég vorkenni starfsmönnum þessara verslana innilega. Hins vegar er eitt sem að ég er búin að heyra of oft undanfarið, "nei því miður ekki til en við eigum þetta úr spelt". Spelt er ekki glúteinlaust, punktur og basta. Jú jú sumir sem þola illa hveiti virðast þola spelt en það er samt glútein í því. Yfirleitt taka starfsmenn vel í leiðréttingar en þegar þeir reyna að þræta fyrir það og alhæfa að allir þeir sem mega ekki fá glútein megi fá spelt því það sé sko víst glúteinlasut þá verð ég eiginlega bara reið, bara af því að einhver sem það þekkir þolir illa hveiti en þolir spelt.

En í lok neikvæðni og pirrings þá vil ég HRÓSA. Stórt hrós fær heilsu vöruverslunin Góð heilsa Gulli betri á Njálsgötu 1. Fór þangað í dag en ég hef ekki komið þangað inn í um 6 vikur, úrvalið af glúteinlausri sérvöru hefur aukist þar þó nokkuð og ekki spillir fyrir að yfirleitt er þessu verslun ódýrari en aðrar heilsuvöruverslanir. Keypti td Allos Agave þar, 250 ml á 519 en í öðrum var nákvæmlega sama vara á yfir 800kr. Agave er meira að segja aðeins dýrara í Bónus eða um 20 krónum (539 fyrir 250 ml) en reyndar annað merki.
Mæli með að allir kíkji þar við og styðji verslun sem að er allavegana enn sem komið er ekki búin að hækka verð sín neitt verulega.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kim has admitted that she's keen on tight clothes and isn't going
to halt wearing them simply because she's preggers, so perhaps she'll build a form-fitting distinct diaper leggings for little K.
Slings, pouches, and wraps each get their advantages and disadvantages.


Also visit my page baby Swing