sunnudagur, 1. mars 2009

Ofnbakaður fiskur með "ítalskri sósu"

Nokkuð einfaldur fiskréttur

Hráefni
2 stór fiskflök
1 stór laukur
2-3 hvítlauksrif, maukuð
3-4 stórir tómatar saxaðair
1 dós niðursonir hakkair tómatar eða samsvarandi magn Grunn tómatsósa. http://krakkamatur.blogspot.com/2008/05/grunn-tmatssa-hnetu-og-fisk-laust.html
Kryddað eftir smekk með Basil, Oregano, Steinselju og svörtum pipar.

Saxið laukinn, fínt eða gróft eftir smekk og brúnið lítilega á pönnu.
Bætið hvítlauknum við og steikið áfram í c.a 2 mínútur, bætið þá tómötunum við og niðursoðnu tómötunum. Bætið við kryddi og leyfið þessu að malla í c.a 5 mínútur.
Dreifið úr helmingnum af blöndunni í eldfast mót, leggið fiskinn yfir og setjið restina af blöndunni yfir fiskinn. Bakið í ofni í 20 mínútur við 180 gráður.

Berið á borð með hrísgrjónum og salati.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Kittý. Rétt að láta þig vita að það er smá umfjöllun um flottu síðuna þína í nýjasta hefti Gestgjafans. Finn ekki addressu á þig þannig að ég gat ekki sent á þig blað. Þú kannski hefur email samband. Kær kv. Gerður

Nafnlaus sagði...

hæhæ Kolbrún. Mamma var að elda þennan fiskrétt og þetta er með þeim bestu fiskréttum sem ég veit um og ég er nú ekki mikil fiskmanneskja

kveðja,
Bríet ☺☻☺