föstudagur, 9. janúar 2009

Kjötbollur

Kjötbollur eru mjög vinsælar hér, flestar tilbúnar kjötbollur eru með fullt af allskonar óþverra viðbættum og eru þar að auki ekkert sérstaklega góðar.
Þessar eru bragðgóðar, einfaldar og nokkuð fljótlegar.

Hráefni:
500gr hakk
1/2 dl tómatsósa (ég nota yfirleitt tómatsósuna frá Sollu)
Krydd eftir smekk, ég nota yfirleitt svartan pipar, Oregano, Basil og Steinselju.

Öllu hrært saman í skál með sleif. Mótaðar litlar bollur og raðað á ofnskúffu. Bakaðar við 200 gráður í c.a 10 mínútur (fer dálítið eftir stærð)

3 ummæli:

eks sagði...

Æðisleg síða TAKK :)
Kv
Elsa ofnæmisgríslamamma!

Nafnlaus sagði...

Hæ, var að spá hvort þú vissir um glúteinlausa uppskrift af vatnsdeigsbollum, svona í tilefni af komandi bolludegi!:P
Takk fyrir frábæra síðu;D

Kitty sagði...

Hef ekki prófað þessa sjálf en mun gera það bráðum. http://cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=14#uppskrift_538 en þetta er sú eina sem ég hef fundið.