mánudagur, 16. júní 2008

Bakaður fiskur

Mamma bjó oft til bakaðan fisk þegar ég var krakki. Bakaði fiskurinn var í miklu uppáhaldi en ég þoli hann illa í dag eins og mamma gerði hann. Hún gerði hann úr saltfiskafgöngum en ég þoli illa saltmagnið. Ég elda heldur aldrei saltfisk þannig að ég á aldrei afganga af honum.
Ég elda hinsvegar mjög oft fisk. Þegar ég elda fiskrétt þá sýð ég oft smá auka fisk. Þar sem ég er oftast með hrísgrjón með fisk þá sýð ég auka hrísgrjón með matnum. Þá er ég komin með helstu hráefnin í fljótlegan afganga rétt sem krökkunum finnst alveg frábær.
Það er engin bein uppskrift með mælieiningum sem ég nota en ég geri hann svona.

Fisk afgangar og hrísgrjóna afgangar settir í skál, örlítið meira af hrísgrjónunum.
Eggjum bætt út í og hrært við með handþeytara (eða hrærivél) þar til þetta er orðið að nokkurskonar soppu.
Dijon sinnep bætt við eftir smekk, ég nota c.a 2 msk í lítinn 3-4 manna skammt .
Sett í ofnfast mót.

Kókosmjöl sett í aðra skál og smá olíu bætt við þar til kókosmjölið er rétt byrjað að klístrast saman. Kókos blöndunni er stráð yfir fiskblönduna.

Bakist við 180 gráður í 20-30 mínútur. Kókosinn verður fallega gullinn.

Engin ummæli: