sunnudagur, 1. júní 2008

Granola (muesli)

Einföld Granola uppskrift sem er mjög góð

1 bolli Quinoa flögur
1 bolli Hirsi (millet) flögur
1/2 bolli kókosmjöl
1/4 bolli sesamfræ
1/4 bolli Agave Síróp
Rúsínur og aðrir þurrkaðir ávextir eftir smekk.

Blandið saman i skál öllum hráefnunum nema þurrkuðu ávöxtunum. Blandið saman með fingurgómunum þannig að Agave sírópið dreifist jafnt en reynið að kremja ekki flögurnar.
Dreifið úr blöndunni á ofnskúffu með bökunarpappír á. Setjið í 100 gráðu heitan ofn og passið að hafa blásturinn EKKI á. Bakist í 20 mínútur en hrærið í blöndunni og dreifið aftur úr henni allavegann tvisvar sinnum. Lækkið hitann í 50 gráður og bakið áfram þar til gullið og engin raki er eftir í blöndunni. Tekur c.a 20 mínútur og hrærið annarslagið í blöndunni á meðan.
Þegar þið takið blönduna úr ofninum bætið þá þurrkuðu ávöxtunum við, leyfið blöndunni að kólna og geymið í loftþéttu íláti.

Engin ummæli: