sunnudagur, 10. ágúst 2008

Eggjagrjón

Einfaldur hádegismatur sem er hægt að gera á ótal vegu og hráefnin fást í svo til öllum matvöruverslunum um land allt.

Grænmeti að eigin vali, við notum oft lauk, hvítlauk, engifer, papríku, sveppi, kúrbít, gulrætur, frosnar grænar baunir og ýmislegt fleira. Létt steikt á pönnu.

Hrísgrjónum bætt við, c.a einn bolli af soðnum hrísgrjónum (fínt til að nýta afgangs grjón) fyrir tvær manneskjur, gegnhitað.

Kryddað eftir smekk, td er gott að nota Tamari sósu(en þá ekki soyalaust), ýmsar asískar sósur, chilli, svartur pipar. Nota bara það sem til er.

Bætt við hrærðum eggjum c.a 3-4 egg fyrir 2. Steikt þar til eggin eru elduð.

Borið á borð með til dæmis Salati og hrökkbrauði með Hummus.

Auðveld uppskrift til að vera með bak við eyrað þegar maður er að ferðast, það þarf ekki að nota neinar glúteinlausar eða Caseinlausar (mjólkurlausar) sérvörur frekar en maður vill.

2 ummæli:

Hafdís sagði...

Ég datt inn á þessa síðu fyrir tilviljun og verð að lýsa yfir ánægju minni með hana. Er sjálf með óþol fyrir ýmsum efnum, sem og sonur minn og finnst æðislegt að leita hingað inn eftir hugmyndum.
Takk fyrir að nenna þessu :)

Berglind sagði...

sæl, fór inn á hjá þér til að leita að uppskrifurm fyrir mágkonu mína , svona til að byrja með, en svo fékk ég að vita það að ég er einnig með óþol fyrir Gluteni svo að nú er þessi síða komin í favoirits hjá mér, takk fyrir að vera með svona síðu fyrir okkur hin. Berglind