fimmtudagur, 31. júlí 2008

Hlaup (Jello)

Krökkum finnst Jello skemmtilegt. Ókosturinn við Jello er að það er sykur og vatn, bragðefni og gelatin.
Nýja uppáhaldið hér er Hlaup gert úr ávaxtasafa og Agar dufti. Mjög einfalt og lítil vinna.
Leiðbeinigarnar á Agar duftinu sem ég nota segja að það þurfi 1/2 tsk af Agar dufti á móti 250ml af vökva, mér finnst halupið vera í það stífasta þannig og nota því 1/2 tsk af Agarduftinu á móti 300ml af vökva.
Eina sem þarf að gera er að blanda saman í pott ávaxtasafa að eigin vali og agardufti, koma upp suðu og leyfa að sjóða í 2 mínútur. Hellt í skál eða form og kælt í ísskáp í c.a 4 tíma.
Ef safinn er ekki nógu sætur er hægt að sæta hann með Agave Sírópi.

Skemmtileg útfærsla er að gera einn skammt af hlaupi og setja í glös, c.a 1/3 af glasi. Þegar hlaupið er orðið nokkuð stíft eftir c.a klukkustund í kæli eru sett ýmis ber ofan á fyrsta lagið og hellt nýjum skammti af halupi yfir. Hægt að nota mismunandi litaðaðan ávaxta safa. Kælt í c.a 4 tíma.

Engin ummæli: