föstudagur, 23. maí 2008

Basic Brauð

Hér kemur uppskrift af Brauði sem er hægt að nota eins og hún er og einnig er hægt að bæta hinu og þessu við hana.
Var að prófa mig áfram í eldhúsinu í dag.

200gr Hrísmjöl (rice flour)
175gr Kartöflumjöl
75gr Tapicoa mjöl
1/2 tsk salt
3 msk Vínsteins lyftiduft
325ml af Hrísgrjóna eða Soya mjólk
1 tsk edik
2 egg
4 msk olía (má sleppa ef ætlunin er að borða það nýbakað en það frystist illa án olíu)

Þurrefnum hrært saman í einni skál og blautefnum í annarri. Síðan er þurefninu hrært út í blautefnin.
Bakist við 200 gráður celsíus, án blásturs í c.a 45 mín

Við þessa uppskrift er hægt að bæta ýmsum fræjum oþh. Bættum við sesamfræjum og sólblómafræjum í dag og það kom vel út. Notuðum c.a hálfan bolla af hvorri tegund.

Einnig ef þið eigið til bókhveiti þá er hægt að fá fram eðlilegri brauð áferð með því nota smávegis svoleiðis með. Minnkið þá hverja mjöltegund um 10-15 grömm og setjið samsvarandi magn af bókhveiti í staðinn. Liturinn og áferðin er þá nær venjulegu brauði. Ég myndi sjálf líklegast ekki kaupa bókhveiti sérstaklega fyrir þetta brauð en þar sem ég á það alltaf til þá nota ég það.

Engin ummæli: