laugardagur, 27. september 2008

Snakk í kvöldmat.

Krakkarnir héldu að ég væri endanlega búin að missa vitið í gærkvöldi þegar ég kallaði á þau til að koma að borða. Ég eldaði sömu kjötblöndu og ég nota í Taco´s, skar niður fullt af grænmeti frekar smátt og bar á borð með Nacho´s flögum. Það skiptir auðvitað máli hvernig Nacho´s flögur eru notaðar, þær sem ég notaði voru bara létt saltaðar og með nákvæmlega sama innihaldi og Taco skeljarnar sem ég nota í svo til sömu hlutföllum. En þeim fannst þetta þvílíkt sport og töldu að sjálfsögðu að þau væru að borða eitthvað sem að ætti í raun ekki að borða í kvöldmat. :)

Engin ummæli: