sunnudagur, 11. maí 2008

Banana muffins

Bökuðum banana möffins með kaffinu í dag.
Notaði uppskrift sem ég fann á http://cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=14#uppskrift_399
Þær voru bara mjög góðar, í það sætasta fyrir minn smekk þannig að ég prófa líkast til að minnka sykurinn aðeins næst. Ég notaði silikon möffins form við baksturinn og þær heppnuðust fullkomnlega.
Held að ég prófa líka að skipta út bönunum fyrir eplamauk næst.

Viðbót eftir uppskriftarfikt: Minnkaði ávaxtasykurinn niður í 40 gr og bætti við 80gr krukku af sykurlausu eplamauki (notaði eplamauks barnamat). Kom rosalega vel út en maður þarf að baka muffins kökurnar þar til þær eru byrjaðar að brúnast nokkuð ofaná og leyfa þeim að kólna aðeins lengur til að þær séu nægjanlega stífar í miðjunni.

Bananamuffins
Gerir 12 stykki

  • 200 gr hrísgrjónamjöl (enska: rice flour)
  • 60 gr kartöflumjöl
  • 30 gr maísmjöl (enska: corn flour)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk heilsusalt (Herbamare)
  • 3 - 4 stórir, vel þroskaðir bananar (mega vera orðnir blettóttir/svartir).
  • 110 gr ávaxtasykur
  • 1 egg, lauslega hrært
  • 1 eggjahvíta, lauslega hrærð
  • 1 msk kókosfeiti eða ólífuolía
  • 90-120 Hrísgrjónamjólk, soyamjólk eða vatn. Gæti þurft meira eða minna.

    Aðferð:
  • Hitið ofninn í 200°C
  • Sigtið saman allt mjöl ásamt vínsteinslyftiduftinu í stóra skál.
  • Í annarri skál skuluð þið stappa banana vel. Hrærið sykrinum, egginu, mjólkinni og olíunni saman við.
  • Hellið blauta hráefninu saman við þurra og blandið þangað til allt er orðið bel blautt (deigið verður nokkuð blautt)
  • Setjið í möffinsform (siliconform eða venjulegt form með heimatilbúnum möffinsformum, sjá athugasemdir fyrir neðan).
  • Bakið í 20-25 mínútur.



  • Það er frábært að bæta söxuðum valhnetum eða pecanhnetum saman við og eins er rosa gott að bæta söxuðu carob fyrir þá sem vilja (einnig má nota eitthvað gott, dökkt súkkulaði án viðbætts sykurs)
  • Ef maður notar ekki olíu eða smjör í deigið þá getur maður hvorki notað venjuleg pappírsform, né muffinsbökunarplötuna. Það fást sem sé ekki muffinspappírsform sem maður getur sett í án þess að þurfa að nota smjör eða olíu í deigið. Ég er búin að leita út um allt. Ég hef í staðinn sniðið hringi (strika með penna utan um undirskál) úr bökunarpappír og sett í hvert muffinspláss og svo deigið þar ofan í. Það er hægt að nota möffinspappírinn svo um 6 sinnum. Einnig má nota siliconform og þá þarf ekki bökunarpappír.
Uppskriftin er birt með leyfi CafeSigrun


Engin ummæli: