1/4 laukur, fínsaxaður
4 msk olifuolía
1-1,5kg tómatar, afhýddir og grófsaxaðir
Ferskt Basil
Laukurinn er steiktur við lágan hita í olíunni þar til hann mýkist vel.
Tómatarnir settir út í og leyft að krauma við vægan hita í 30-45 mín. Ef ennþá of kekkjótt þá er fínt að fara með kartöflustappara og stappa hana aðeins. Ferskt basil rifið útí.
Þessi sósa frystist vel og er hægt að nota hana í ýmislegt. Út á fisk, yfir glútenlaust pasta eða í lasagne og í raun bara hvað sem manni dettur í hug.
Til að afhýða tómatana er ágætt að setja þá í c.a 30 sek í sjóðandi vatn og þá fer flusið auðveldlega af.
föstudagur, 9. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli