þriðjudagur, 20. maí 2008

Hummus/Kæfa

ÉG bý reglulega til hummus til að nota á brauð. Ekki fræðilegur að börnin hjá mér myndu borða eitthvað sem héti hummus þannig að á þessu heimili er hummus bara kæfa.
Ég geri mjög milt hummus fyrir þau en tek stundum smá frá og krydda spes fyrir mig.

100gr soðnar kjúklingabaunir (alveg hægt að nota niðursoðnar í dós)
C.a msk af Tahini. (Ég nota tahini bara í hummus eiginlega, tími ekki að kaupa krukku bara fyrir þetta þannig að ég bý til mitt eigið)
Smá sítrónusafi
1 maukað/pressað hvítlauksrif
1 msk olía (ólífu eða kókos er það sem ég nota)
smá salt

Skelli þessu bara í skál og mauka með töfrsprota eða hendi þessu í matvinnsluvélina.

1 ummæli:

Eyrún sagði...

Halló, ég var að velta fyrir mér hvort þú gætir nokkuð sagt mér hvernig þú býrð til þitt eigið tahini? :) Var að leita að eggja og mjólkurlausum uppskriftum fyrir lítinn frænda, á netinu og datt inn á síðuna þína. Svaka flott og gott að geta gripið í!
Ef þú sérð af smá tíma þá máttu endilega senda mér uppskriftina, emailið mitt er eyrunodds@gmail.com
:)
takk takk