laugardagur, 10. maí 2008

Fiskiputtar

Fiskiputtar eru vinsælir hér. Ekki þessir bresku, einhver óræður fiskur í braupraspi heldur heimagerðir sem eru mjög einfaldir í gerð.

Fiskur, bein og roðhreinsuð flök.
Kókos mjöl (ekki kókos hveiti heldur þetta venjulega kókosmjöl sem fer ofan á skúffukökur)
Bókhveiti
Egg
Hrísgrjóna eða soja mjólk.

Fiskurinn er skorinn í strimla/lengjur sem eru álíka breiðir og fullorðinsputti.
Blandið kókos og bókhveiti saman í skál eða á disk, 2 hlutar kókos á móti einum af bókhveiti.
Hrærið saman í annari skál eggi og uþb matskeið af mjólkinni, ég nota hrísgrjónamjólk með vanillu.

Veltið fiski puttunum fyrst upp úr eggjablöndunni og því næst upp úr kókos blöndunni, raðið á disk jafnóðum. Reynið að hjúpa fiskinn vel.

Því næst er þetta steikt á pönnu við miðlungs hita, ég nota c.a msk af olíu fyrir hvern skammt. Steikið á öllum hliðum þar til hjúpurinn er gullinbrún. Mér finnst þægilegt að setja hvern skammt jafnóðum á diskinn sem ég ætla að bera þetta fram á og inn í ofn sem er stilltur á 50 gráður celsíus til að halda puttunum heitum.

Stráknum finnst einnig mjög gott þegar ég blanda afgangnum af eggjunum og kókosblöndunni saman og geri lítil buff úr þeim. C.a msk fer í hvert buff.

Krökkum finnst auðvitað gaman að dýfa mat í sósur og þessir puttar eru tilvaldir til þess. Í kvöld notuðum við lítinn skammt af grunn tómatsósunni og krydduðum með örlitlum svörtum pipar, smá hvítlauk, Basil og Oregano. Hægt er að nota hvaða sósu sem ykkur dettur í hug.

Verði ykkur að góðu. :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki alveg hægt að sleppa kókosmjölinu? Finnst það svo ógeðslegt! :)

Þórunn

Kitty sagði...

Ég myndi eeki nota bara bókhveiti, það er ekkert sérstakt, þú gætir notað brauðmylsnu úr glútenlausu brauði og raspað hann með því. Getur líka prófað að nota orly deigið í kjúklinganagga uppskriftinni sem er hér: http://krakkamatur.blogspot.com/2008/09/kjklinganaggar.html
En þú ég veit um nokkra sem eru ekki hrfinir af kókosmjöli en fannst þessir góðir.
Kitty