fimmtudagur, 27. nóvember 2008

Kókoskúlur

Glútenlaus, mjólkurlaus osfrv bakstur er oft á tíðum flóknari og aðeins tímafrekari en hefðbundinn bakstur, mér finnst það venjast mjög fljótt en það er samt þægilegt að vera með eldfljóta uppskrift sem að krakkarnir geta gert sjálf þegar maður virkilega nennir ekki að baka en þeim langar í eitthvað.
Kókoskúlur er með því einfaldara sem hægt er að gera.

100 gr Kókosmjöl
1 egg
25 gr fructose/ávaxtasykur EÐA 2 msk Agave sýróp

Öllu hrært saman, mótaðar litlar kúlur settar á plötu og bakaðar við um 180 C í 10-15 mínútur eða þar til þær eru gullnar að utan.

Við borðum þessar yfirleitt bara eintómar, mér finnst þægilegt að grípa þær með þegar maður er á ferðinni og maður er eldsnöggur að gera þær áður en maður fer ef því er að skipta.
Uppskriftin er lítil þannig um að gera að margfalda hana eftir þörfum.

Svo er mjög gott að dýfa hálfri kúlunni ofan í brætt súkkulaði (ég nota dökkt, 70%). Fínar þannig ef það er eitthvað sérstakt í gangi eða um jól.

Engin ummæli: