fimmtudagur, 24. júlí 2008

Grillbrauð eða Snúbrauð

Við fórum á ættarmót um seinustu helgi og vitandi það að það yrði boðið upp á grill brauð með matnum og snúbrauð eftir matinn fyrir börnin að dunda sér við, þá varð ég að finna glúteinlausan staðagengil.
Fyrir þessa uppskrift þá hrærði ég öllum þurrefnunum saman í skál með loki áður en við lögðum af stað. Það tók innan við 2 mínútur á staðnum að finna til restina af hráefnunum og hræra þessu saman. Ég byggði mína útfærslu á þessari uppskrift: http://www.vefuppskriftir.com/uppskrift/snubraud.html

1 bréf ger
100gr Hrísmjöl
100 gröm maísmjöl
50gr kartöflumjöl
50gr Bókhveiti
25gr Tapioca mjöl
100 gröm maísmjöl
1 og 3/4 dl hrísgrjónamjólk
1 tsk ávaxtasykur
¼ teskeið salt
30 gröm brætt mjólkulaust smjörlíki eða olía
1 egg
1 teskeið trefjar (Psyllium husk powder)

Fyrir Grillbrauð þarf að auki álpappír og auka olíu. Ég strauk smá olíu yfir álpappírs örk og bjó svo til nokkrar litlar kökur. Svo lagði ég aðra örk af álpappír yfir sem var einnig smurð með smá olíu. Þá varð auðvelt að snúa brauðunum við án þess að þau dyttu á milli rimlanna á grill grindinni. Grillað þar til brauðin er farin að brúnast vel á báðum hliðum. Passa þarf að hafa þau frekar þunn svo þau bakist í gegn án þess að brenna að utan.

Fyrir snúbrauðið þarf bara að finna hentugt prik. Best er að setja smá olíu á hendurnar svo deigið festist ekki við þær. Ég rúllaði svo út smá pylsu sem var vafin um prikið. Sama á við hér, passa að hafa deigið nógu þunnt til þess að það bakist í gegn. Svo dunda börnin sér bara við að grilla brauðin.

Engin ummæli: