laugardagur, 5. júlí 2008

Guacamole (Fullorðins?)

Mér finnst guacamole ómissandi með Taco´s, börnin eru ekki sammála mér en ég vona að þau læri að meta guacamole með aldrinum.
Svona geri ég það.
Ég nota:

1/2 lítinn rauðlauk, fínsaxaðan
4 tómata, fínsaxaða. Ég skrapa megnið af fræjunum innan úr.
1 grænt chilli, fræhreinsað og fínsaxað
1/2 lítil græn papríka, fínsöxuð
1 msk fínsaxaður ferskur Kóríander (sleppi þessu stundum)
2 stór þroskuð avakadó
1 msk lime safi (nota sítrónu ef ég fæ ekki lime)
1 msk Ólifu olía
salt og pipar eftir smekk

Ég sker Avakadóin í tvennt og skrapa innan úr þeim með skeið. Stappa innihaldið með skeið og bæti við það lime safa og olíu. Hræri síðan við öllu hinu.

Ég kem oft með ferskt guacamole með mér ef ég þarf að taka eitthvað með í veislur. Þá blanda ég öllu saman nema avakadóinu og stappa avakadóið og hræri öllu saman þegar ég kem á staðinn. Borið fram með Nacho flögum.

Ég nota líka oft Guacamole sem álegg ofan á svo til hvað sem er.

Engin ummæli: