mánudagur, 7. júlí 2008

Pizzu bollur

Bjó til pizza bollur í hádeginu í dag. Notaðist við brauð uppskriftina sem ég nota yfirleitt en gerði bara hálfa. Það skilaði sé í 12 "bollum" eða í raun muffins því ég bakaði þetta í sílikon muffins formum.

Brauð hlutinn:
150gr Hrísmjöl (rice flour)
50gr Kartöflumjöl
25gr Tapicoa mjöl
25gr Bókhveiti eða Gram (kjúklingabauna) hveiti
25 gr sesamfræ
25 gr sólblómafræ
1/4 tsk salt
1,5 msk Vínsteins lyftiduft
185ml af Hrísgrjónamjólk (það er í lagi að nota soyamjólk ef þið þolið soya)
40 gr eplamauk
100gr rifinn kúrbítur (c.a hálfur kúrbítur af meðalstærð)
1/2 tsk edik
1 egg
2 msk olía (má sleppa ef ætlunin er að borða nýbakað en þær frystist illa án olíu)

Pizzasósan.
400gr Grunn tómatsósa http://krakkamatur.blogspot.com/2008/05/grunn-tmatssa-hnetu-og-fisk-laust.html
EÐA
1 400gr dós niðursoðnir tómatar, maukaðir í matvinnslu vél eða með töfrasprota
120gr Tómatpúrra
1 hvítlauksrif, maukað
Svartur pipar
Oregano
Basil
Steinselja
Múskat

Byrjið á pizzusósunni, setjið tómatsósuna í pott og komið upp léttri suðu, leyfið að malla í 3-4 mínútur. Blandið þá tómatpúrrunni við og kryddið hana til eftir smekk. Setjið hana til hliðar og leyfið henni að kólna aðeins.

Stillið ofninn á 200 gráður celsíus

Byrjið á brauðinu.
Þurrefnum hrært saman í einni skál og blautefnum í annarri. Síðan er þurefninu hrært út í blautefnin.

Setjið botnfylli af deiginu í hvert möffins form. Setjið svo matskeið af pizzusósunni ofan á það. Hyljið svo með meira brauðdegi.

Bakist við 200 gráður í c.a 30 mínútur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Donor transplants from unrelated donors or parents are often done, but
are less effective. Another reason why baby carriers help everyone adjust on their
new role will be the way that they can seamlessly slip into the lives.


Also visit my homepage :: best rated baby swings