sunnudagur, 17. ágúst 2008

Amerískar pönnukökur (lummur)

Pönnukökur eru mjög vinsælar hér.
Þessar eru þægilegar því ekki þarf sér pönnu fyrir þær. Þær eru vinsælastar hér sem amerískar pönnukökur með sýrópi. Þá nota ég Agave sýróp út á þær.

1 og 1/2 bolli Hrísmjöl
3 msk Maís mjöl
2 msk Kartöflumjöl
1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 bolli hrísgrjónamjólk
1/2 tsk salt
2 egg
3 msk olía
1 bolli eplamauk
1 tsk sítrónusafi (má sleppa)

Öllu hrært vel og vandlega saman þar til blandan er kekkjalaus. Steikt á pönnu við miðlungshita, hægt að gera þær litlar í lummustærð eða stærri sem amerískar pönnukökur.


sunnudagur, 10. ágúst 2008

Eggjagrjón

Einfaldur hádegismatur sem er hægt að gera á ótal vegu og hráefnin fást í svo til öllum matvöruverslunum um land allt.

Grænmeti að eigin vali, við notum oft lauk, hvítlauk, engifer, papríku, sveppi, kúrbít, gulrætur, frosnar grænar baunir og ýmislegt fleira. Létt steikt á pönnu.

Hrísgrjónum bætt við, c.a einn bolli af soðnum hrísgrjónum (fínt til að nýta afgangs grjón) fyrir tvær manneskjur, gegnhitað.

Kryddað eftir smekk, td er gott að nota Tamari sósu(en þá ekki soyalaust), ýmsar asískar sósur, chilli, svartur pipar. Nota bara það sem til er.

Bætt við hrærðum eggjum c.a 3-4 egg fyrir 2. Steikt þar til eggin eru elduð.

Borið á borð með til dæmis Salati og hrökkbrauði með Hummus.

Auðveld uppskrift til að vera með bak við eyrað þegar maður er að ferðast, það þarf ekki að nota neinar glúteinlausar eða Caseinlausar (mjólkurlausar) sérvörur frekar en maður vill.