sunnudagur, 7. júní 2009

Súkkulaði brownies

1/4 bolli hrísmjöl
1/4 bolli tapioca mjöl
1/3 bolli kakó
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/8 tsk salt
1/4 bolli kókosolia
60 gr dökkt súkkulaði saxað (+auka ef þið viljið súkkulaði bita í kökunni)
1 egg
2 eggjahvítur
1/2 bolli fructose
1 msk olía
2 tsk vanillu dropar

Til að breyta til má bæta við td söxuðum hnetum.

Forhitið ofninn, 180 gráður celsius.

Blandið saman, hrísmjöli, tapioca mjöli, kakódufti, vínsteinslyftidufti og salt í skál, hrærið vel í með písk, þá þarf ekki að sigta.

Hitið kókosolíuna í litlum potti við lágan hita, hellið súkkulaðinu saman við og hrærið þar til súkkulaðið er uppleyst. Passið að þetta brenni ekki.

Í annari skál hrærið þá vel saman eggin, fructosann, olíuna og vanillu dropana. Hellið svo súkkulaði blöndunni varlega útí og hrærið vel á meðan.

Bætið svo þurrefna blöndunni saman við og hrærið vel þar til blandan er kekkja laus. Bætið við súkkulaði bitum og hnetum ef þið eruð að nota þess háttar. Hellið svo í lítið eldfast mót (mitt var 21x21 cm) sem er búið að pensla með smá olíu og bakið í 25-30 mínútur.

Leyfið kökunni að kólna alveg áður en hún er skorin.

föstudagur, 5. júní 2009

Súkkulaðibita smákökur

1 bolli hrísmjöl
1/2 bolli bókhveiti
1/2 bolli Amaranth mjöl
1/4 bolli Quinoa mjöl
1/8 bolli Tapioca mjöl
1/8 bolli kartöflumjöl
1 tsk natron
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
klípa af muskat

1/2 bolli kókosolía (brædd)
1/2 bolli agave síróp
1 egg
1/4 bolli espresso
1 msk vanilla
1/4 bolli kókosmjólk

150 gr dökkt súkkulaði, saxað.

Þurrefnum hrært saman með písk (þá þarf ekki að sigta) í skál. Í annari skál er blautefnum hrært vel saman. Blautefnum hrært vel saman og þurrefnum blandað við blautefnin í litlum skömmtum. Súkkulaðinu er svo hnoðað út í deigið.

Mótaðar kökur með matskeið og bakað í c.a 10-15 mínútur við 180 gráður celsius.