sunnudagur, 1. mars 2009

Ofnbakaður fiskur með "ítalskri sósu"

Nokkuð einfaldur fiskréttur

Hráefni
2 stór fiskflök
1 stór laukur
2-3 hvítlauksrif, maukuð
3-4 stórir tómatar saxaðair
1 dós niðursonir hakkair tómatar eða samsvarandi magn Grunn tómatsósa. http://krakkamatur.blogspot.com/2008/05/grunn-tmatssa-hnetu-og-fisk-laust.html
Kryddað eftir smekk með Basil, Oregano, Steinselju og svörtum pipar.

Saxið laukinn, fínt eða gróft eftir smekk og brúnið lítilega á pönnu.
Bætið hvítlauknum við og steikið áfram í c.a 2 mínútur, bætið þá tómötunum við og niðursoðnu tómötunum. Bætið við kryddi og leyfið þessu að malla í c.a 5 mínútur.
Dreifið úr helmingnum af blöndunni í eldfast mót, leggið fiskinn yfir og setjið restina af blöndunni yfir fiskinn. Bakið í ofni í 20 mínútur við 180 gráður.

Berið á borð með hrísgrjónum og salati.