sunnudagur, 12. desember 2010

Einföldu súkkulaðibita smákökurnar.

Þessar eru einfaldar, frekar ódýrar (allavegana ef hrísmjölið og tapiocamjölið er keypt í asísku búðunum) og fljótlegar. Glútenlaus bakstur er oft tímafrekari en venjulegur bakstur en þessar eru alveg jafn einfaldar og venjulegar súkkulaðibita smákökur, ef ekki einfaldari. Þessi uppskrift skilar tveimur ofnplötum og tilvalið að baka stærri skammt til að geta gripið í seinna meir frekar en að kaupa rándýrar tilbúnar smákökur eða kex. Ég geymi umfram kökurnar í frysti, er bara með lítið box uppi við í einu.
1 og 1/2 Bolli Hrís mjöl
1 Bolli Tapioca mjöl
1/2 tsk salt
1/2 tsk Vínsteinslyftiduft
1 Bolli matarolía (bragðmild)
1/2 Bolli agave
1/2– 1 Bolli saxað súkkulaði

Allt nema súkkulaðið er set í skál og hrært vel i, súkkulaðinu er bætt við og blandað vel saman við.
Motið kúlur (c.a msk stærð) og fletjið aðeins út með gafli. Bakið við 180 C í 10 mínútur eða þar til gullnar. Leyfið að kólna alveg áður en þær eru teknar af ofnplötunni.

Ég mæli með að þurrefnin séu fyrst mæld og að olían sé svo mæld á undan agave sýrópinu. Þá rennur það mun betur úr mæli ílátinu.

sunnudagur, 14. febrúar 2010

Fjölhæfur Karríréttur

Þessi réttur er frekar mildur á bragðið, ef ég er að gera hann eingöngu fyrir fullorðna þá myndi ég setja c.a helminginn af öllum hráefnum í viðbót en nota jafn mikla kókosmjólk.

3 msk Olía
1 laukur, fínsaxaður
2-3 hvítlauksgeirar, maukaðir
1 msk salt
1 msk madras Karríduft (Ekki gula karríduftið sem er algengast í flestum matvöruverslunum)
1 tsk túrmerik
1 tsk mulin Karri lauf
½ tsk engifer
½ tsk mulinn svartur pipar
½ tsk chilliduft
1 tsk tómatpúrra
1 dós (400ml) Kókosmjólk


Olían er hituð í potti við miðlungshita, lauknum bætt við og steiktur þar til hann er orðinn half glær, þá er hvítlauknum bætt við og síðan öllu kryddinu. Þessu er leyft að malla í c.a 2 mínútur en hrærið í allan tímann á meðan. Þá er tómatpúrrunni bætt við og hrært vel saman við og að lokum kókosmjolkinni. Þessu er leyft að malla við lágan hita í 20-30 minútur.

Hægt er að gera margar mismunandi útfærslur, fisk, kjúkling eða jafnvel vegan með allskonar grænmeti og baunum.

Fiskur: Setjið fiskinn hráan út í sósuna og leyfið honum að matreiðast í sósunni. C.a 20 mínútur eða svo.

Kjúklingur: Notið kjúkling sem búið er að elda (td afganga) og setjið út í sósuna seinustu 10 mínútur eða svo.

Vegan: Það Grænmeti sem þið viljið nota (ég nota yfirleitt kúrbít og papriku) er létt steikt á pönnu og sett út í ásamt baunum seinustu 10 mínúturnar eða svo eða brytjið afganga af soðnum kartöflum og setjið út í ásamt baunum. Yfirleitt þá nota ég kjúklingabaunir eða smjörbaunir eða blanda mismunandi baunategundum saman.

mánudagur, 6. júlí 2009

Frostpinnar

Flestir hafa gert frostpinna úr hreinum ávaxtasafa sem eru mjög fínir þegar veðrið er gott en stundum langar manni í eitthvað sem er aðeins meiri íspinni. Þá eru þessir frábærir.

2 bollar fersk eða frosin ber (Ég nota oftast hindber og jarðaber)
1/4 bolli agave
1/4 tsk vanilla
1 vel þroskaður banani
1 bolli kókosmjólk

Berin, Agave og vanilla sett í pott og soðið á lágum hita í 20-25 mínútur. Tekið af hellunni, banana og kókosmjólk bætt útí og maukað vel með töfrasprota. Hellt í frostpinna mót og fryst.

sunnudagur, 5. júlí 2009

Vegan formkökur/möffins

Þessar eru mjög góðar og mjög fjölhæfar, hægt er að bæta hvaða bragðefnum við deigið í formi dropa eða td sítrónubörk. Óbreytt þá eru þetta vanillu kökur.

1 bolli mjólkurstaðgengill (hrís, kókos, hnetu)
1/3 bolli olia
½ bolli fructose
2 tsk vanilla
¼ bolli tapioca mjöl
2 msk vel mulin hörfræ
1/3 bolli maís mjöl (sterkja)
½ bolli hrísmjöl
½ bolli quinoa mjöl
1 tsk vínsteinslyftiduft
¼ tsk natron
¼ tsk salt

Önnur bragðefni að eigin vali, td sítrónubörkur fyrir sítrónu formkökur. Ef þið viljið gera þessar að súkkulaði formkökum sleppið þá maís mjölinu og setjið jafn mikið kakó duft í staðinn.

*Forhitið ofninn, 180 gráður celsius.
*Blandið saman mjólkurstaðgenglinum, olíunni, fructosa, og vanilludropum. Bætið svo við Tapioca mjöli og muldu hörfræjunum og þeytið vel saman með handþeytara eða hrærivél.
*Bætið öllum hinum hráefnunum saman við og þeytið á miðlungsháum hraða í 2 mínútur eða meira.
'Setjið í möffins form, ég fékk 12 kökur úr þessari uppskrift.
*Bakið í 20-23 mínútur þar til tannstöngull kemur út hreinn þegar honum er stungið í kökuna.

Ég baka alltaf möffins/formkökur í sílikon formum, þá þarf að passa að hvolfa þeim strax úr svo ekki myndist raki á hliðunum.

Þessi uppskrift er úr bókinni Vegan cupcakes-take over the world eftir Isa Chandra Moskowitz og Terry Hope Romero með örlitlum breytingum. Ég skipti soyamjólkinni út fyrir aðrar tegundir, sykri út fyrir fructosa og sleppti 1/4 tsk af möndludropum.

sunnudagur, 7. júní 2009

Súkkulaði brownies

1/4 bolli hrísmjöl
1/4 bolli tapioca mjöl
1/3 bolli kakó
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/8 tsk salt
1/4 bolli kókosolia
60 gr dökkt súkkulaði saxað (+auka ef þið viljið súkkulaði bita í kökunni)
1 egg
2 eggjahvítur
1/2 bolli fructose
1 msk olía
2 tsk vanillu dropar

Til að breyta til má bæta við td söxuðum hnetum.

Forhitið ofninn, 180 gráður celsius.

Blandið saman, hrísmjöli, tapioca mjöli, kakódufti, vínsteinslyftidufti og salt í skál, hrærið vel í með písk, þá þarf ekki að sigta.

Hitið kókosolíuna í litlum potti við lágan hita, hellið súkkulaðinu saman við og hrærið þar til súkkulaðið er uppleyst. Passið að þetta brenni ekki.

Í annari skál hrærið þá vel saman eggin, fructosann, olíuna og vanillu dropana. Hellið svo súkkulaði blöndunni varlega útí og hrærið vel á meðan.

Bætið svo þurrefna blöndunni saman við og hrærið vel þar til blandan er kekkja laus. Bætið við súkkulaði bitum og hnetum ef þið eruð að nota þess háttar. Hellið svo í lítið eldfast mót (mitt var 21x21 cm) sem er búið að pensla með smá olíu og bakið í 25-30 mínútur.

Leyfið kökunni að kólna alveg áður en hún er skorin.

föstudagur, 5. júní 2009

Súkkulaðibita smákökur

1 bolli hrísmjöl
1/2 bolli bókhveiti
1/2 bolli Amaranth mjöl
1/4 bolli Quinoa mjöl
1/8 bolli Tapioca mjöl
1/8 bolli kartöflumjöl
1 tsk natron
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
klípa af muskat

1/2 bolli kókosolía (brædd)
1/2 bolli agave síróp
1 egg
1/4 bolli espresso
1 msk vanilla
1/4 bolli kókosmjólk

150 gr dökkt súkkulaði, saxað.

Þurrefnum hrært saman með písk (þá þarf ekki að sigta) í skál. Í annari skál er blautefnum hrært vel saman. Blautefnum hrært vel saman og þurrefnum blandað við blautefnin í litlum skömmtum. Súkkulaðinu er svo hnoðað út í deigið.

Mótaðar kökur með matskeið og bakað í c.a 10-15 mínútur við 180 gráður celsius.

sunnudagur, 1. mars 2009

Ofnbakaður fiskur með "ítalskri sósu"

Nokkuð einfaldur fiskréttur

Hráefni
2 stór fiskflök
1 stór laukur
2-3 hvítlauksrif, maukuð
3-4 stórir tómatar saxaðair
1 dós niðursonir hakkair tómatar eða samsvarandi magn Grunn tómatsósa. http://krakkamatur.blogspot.com/2008/05/grunn-tmatssa-hnetu-og-fisk-laust.html
Kryddað eftir smekk með Basil, Oregano, Steinselju og svörtum pipar.

Saxið laukinn, fínt eða gróft eftir smekk og brúnið lítilega á pönnu.
Bætið hvítlauknum við og steikið áfram í c.a 2 mínútur, bætið þá tómötunum við og niðursoðnu tómötunum. Bætið við kryddi og leyfið þessu að malla í c.a 5 mínútur.
Dreifið úr helmingnum af blöndunni í eldfast mót, leggið fiskinn yfir og setjið restina af blöndunni yfir fiskinn. Bakið í ofni í 20 mínútur við 180 gráður.

Berið á borð með hrísgrjónum og salati.