sunnudagur, 14. febrúar 2010

Fjölhæfur Karríréttur

Þessi réttur er frekar mildur á bragðið, ef ég er að gera hann eingöngu fyrir fullorðna þá myndi ég setja c.a helminginn af öllum hráefnum í viðbót en nota jafn mikla kókosmjólk.

3 msk Olía
1 laukur, fínsaxaður
2-3 hvítlauksgeirar, maukaðir
1 msk salt
1 msk madras Karríduft (Ekki gula karríduftið sem er algengast í flestum matvöruverslunum)
1 tsk túrmerik
1 tsk mulin Karri lauf
½ tsk engifer
½ tsk mulinn svartur pipar
½ tsk chilliduft
1 tsk tómatpúrra
1 dós (400ml) Kókosmjólk


Olían er hituð í potti við miðlungshita, lauknum bætt við og steiktur þar til hann er orðinn half glær, þá er hvítlauknum bætt við og síðan öllu kryddinu. Þessu er leyft að malla í c.a 2 mínútur en hrærið í allan tímann á meðan. Þá er tómatpúrrunni bætt við og hrært vel saman við og að lokum kókosmjolkinni. Þessu er leyft að malla við lágan hita í 20-30 minútur.

Hægt er að gera margar mismunandi útfærslur, fisk, kjúkling eða jafnvel vegan með allskonar grænmeti og baunum.

Fiskur: Setjið fiskinn hráan út í sósuna og leyfið honum að matreiðast í sósunni. C.a 20 mínútur eða svo.

Kjúklingur: Notið kjúkling sem búið er að elda (td afganga) og setjið út í sósuna seinustu 10 mínútur eða svo.

Vegan: Það Grænmeti sem þið viljið nota (ég nota yfirleitt kúrbít og papriku) er létt steikt á pönnu og sett út í ásamt baunum seinustu 10 mínúturnar eða svo eða brytjið afganga af soðnum kartöflum og setjið út í ásamt baunum. Yfirleitt þá nota ég kjúklingabaunir eða smjörbaunir eða blanda mismunandi baunategundum saman.