föstudagur, 9. janúar 2009

Kjötbollur

Kjötbollur eru mjög vinsælar hér, flestar tilbúnar kjötbollur eru með fullt af allskonar óþverra viðbættum og eru þar að auki ekkert sérstaklega góðar.
Þessar eru bragðgóðar, einfaldar og nokkuð fljótlegar.

Hráefni:
500gr hakk
1/2 dl tómatsósa (ég nota yfirleitt tómatsósuna frá Sollu)
Krydd eftir smekk, ég nota yfirleitt svartan pipar, Oregano, Basil og Steinselju.

Öllu hrært saman í skál með sleif. Mótaðar litlar bollur og raðað á ofnskúffu. Bakaðar við 200 gráður í c.a 10 mínútur (fer dálítið eftir stærð)