Þessar eru einfaldar, frekar ódýrar (allavegana ef hrísmjölið og tapiocamjölið er keypt í asísku búðunum) og fljótlegar. Glútenlaus bakstur er oft tímafrekari en venjulegur bakstur en þessar eru alveg jafn einfaldar og venjulegar súkkulaðibita smákökur, ef ekki einfaldari. Þessi uppskrift skilar tveimur ofnplötum og tilvalið að baka stærri skammt til að geta gripið í seinna meir frekar en að kaupa rándýrar tilbúnar smákökur eða kex. Ég geymi umfram kökurnar í frysti, er bara með lítið box uppi við í einu.
1 og 1/2 Bolli Hrís mjöl
1 Bolli Tapioca mjöl
1/2 tsk salt
1/2 tsk Vínsteinslyftiduft
1 Bolli matarolía (bragðmild)
1/2 Bolli agave
1/2– 1 Bolli saxað súkkulaði
Allt nema súkkulaðið er set í skál og hrært vel i, súkkulaðinu er bætt við og blandað vel saman við.
Motið kúlur (c.a msk stærð) og fletjið aðeins út með gafli. Bakið við 180 C í 10 mínútur eða þar til gullnar. Leyfið að kólna alveg áður en þær eru teknar af ofnplötunni.
Ég mæli með að þurrefnin séu fyrst mæld og að olían sé svo mæld á undan agave sýrópinu. Þá rennur það mun betur úr mæli ílátinu.
sunnudagur, 12. desember 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)