miðvikudagur, 8. október 2008

Súkkulaði krem (Ekki alveg sykurlaust)

Gleymdi að setja inn kremið sem ég setti á súkkulaðikökuna um daginn, það er ekki alveg krem sem ég myndi nota fyrir börnin þar sem það inniheldur hrásykur en þar sem að flestir notast alveg við hann í hófi þá ætla ég samt að setja það inn.
Ég hef verið að reyna að finna reyrsykurlaust súkkulaði en það virðist allt innihalda malitol (er ekki 100% á stafsetningunni) sem er unnið úr bygg, þ.e inniheldur glúten.
Fer í það á næstunni að gera súkkulaði krem sem er sykurlaust.

150gr dökkt súkkulaði (ég notaði lífrænt með 70% kakó innihaldi)
1/2 bolli olía (bragðlítil td vínsteinsolía)
2 msk agave EÐA nokkrir dropar Stevía
1 tsk vanilla

Allt brætt saman í potti við mjög lágan hita, kælt og hellt yfir kökuna. Þar sem ég bakaði kökuna í eldföstu móti þá var bara gott lag af súkkulaði yfir kökunni. Setti kökuna svo inn í ísskáp þannig að súkkulaðið storknaði en þar sem það var olía í súkkulaði blöndunni þá varð það ekki alveg hart.

Engin ummæli: