laugardagur, 6. desember 2008

Mælieiningar

Vinkona mín benti mér á að ekki allir ættu bollamál eða væru öruggir um hvað bollamál væri mikið.
1 Bolli = 2,5 dl/250 ml
1/2 Bolli = 125 ml
1/3 bolli = 80 ml
1/4 Bolli = 60 ml EÐA 4 msk
1/8 Bolli = 30 ml EÐA 2 msk
1 Msk = 15 ml
Ég veit að það kemur ekki sama tala ef maður margfaldar 1/4 bolla eða 60 ml með 4 og er í 1 bolla en þetta eru ml tölurnar sem eru á bollamálunum sem ég notast við í öllum uppskriftum hér á síðunni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl.
var að velta því fyrir mér hvort að það skipti máli að nota öll mjölin í uppskriftunum!? á nefnilega bara ríshveiti eins og er! er í lagi að setja jafnmikið magn af rísmjöli eins og samanlagt magn mjölsins í uppskriftunum!
Kv. Ingunn
og takk kærlega fyrir áhugaverða og góða síðu!:)

Kitty sagði...

Já það skiptir miklu máli að nota öll mjölin í uppskriftunum. Ekkert af glútenlausu mjölunum hagar sér á sama hátt og hveiti eða spelt, það vantar glúteinið sem að gefur deiginu þennan vissa teygjanleika.
Mismunandi mjöltegundir í blöndu gefa mismunandi eiginleika til að bæta upp glútein leysið. Ef þú bakar td brauð eingöngu úr hrísmjöli þá endar þú uppi með fallinn, harðan hleif sem minnir frekar á múrstein en brauð.

Nafnlaus sagði...

haha okey takk kærlega fyrir upplýsingarnar;)
Kv.Ingunn