föstudagur, 5. júní 2009

Súkkulaðibita smákökur

1 bolli hrísmjöl
1/2 bolli bókhveiti
1/2 bolli Amaranth mjöl
1/4 bolli Quinoa mjöl
1/8 bolli Tapioca mjöl
1/8 bolli kartöflumjöl
1 tsk natron
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
klípa af muskat

1/2 bolli kókosolía (brædd)
1/2 bolli agave síróp
1 egg
1/4 bolli espresso
1 msk vanilla
1/4 bolli kókosmjólk

150 gr dökkt súkkulaði, saxað.

Þurrefnum hrært saman með písk (þá þarf ekki að sigta) í skál. Í annari skál er blautefnum hrært vel saman. Blautefnum hrært vel saman og þurrefnum blandað við blautefnin í litlum skömmtum. Súkkulaðinu er svo hnoðað út í deigið.

Mótaðar kökur með matskeið og bakað í c.a 10-15 mínútur við 180 gráður celsius.

Engin ummæli: