föstudagur, 9. maí 2008

"Súkkulaði" hnetusmjör.

Plat súkkulaði hnetusmjör.

2 msk hnetusmjör (Ég nota hnetusmjörið frá Sollu á grænum kosti. Það er alveg sykurlaust.)
1 tsk agave síróp
1/2 tsk carob duft

Öllu hrært og stappað saman með gafli.


Strákurinn borðar ekki hnetusmjör en honum fannst þetta fínt. Litla frænka mín kláraði sitt glútenlausa hrökkbrauð með "súkkulaði" áleggi og bað um meira.
Fínt í svona laugardags kaffi tíma.

Engin ummæli: