föstudagur, 9. maí 2008

Ástæðan!

Ástæðan fyrir þessu bloggi er sú að mér finnst vanta miðil sem helgar sig að því mataræði sem hentar þeim sem ekki geta borðað glúten, mjólkurvörur og reyrsykur. Til er fullt af frábærum miðlum með hollum mat, glútenlausum mat, mjólkurlausum mat osfrv en ég hef enn ekki rekist á miðil sem helgar sig að uppskriftum sem að forðast allt þetta.
Ástæðan fyrir því að mér finnst vanta þess háttar miðil er að á mínu heimili verður mataræðið glúten, mjólkurvöru og reyrsykurlaust.
Ástæðan fyrir því er tvíþætt. Sú fyrri er að stjúpsonur minn er með Psoriasis og mælt var með þessu mataræði til að halda því í skefjum. Sú síðari er að ég sjálf er með vefjagigt og exem og mælt hefur verið með þessu mataræði fyrir mig.
Ástæðan fyrir nafninu "krakkamatur" er sú að uppskriftirnar sem birtast hér verða uppskriftir sem ég er búin að prófa sjálf og sem börnunum á mínu heimili finnst góðar. Þar af leiðandi er þetta aðallega glúten, mjólkur og reyrsykurlaus krakkamatur.

Þó að allar uppskriftir sem birtast hér eigi eftir að henta glúten, mjólkurvöru og reyrsykurlausu mataræði þá eiga líkast til eftir að detta inn uppskriftir sem henta fólki og börnum með annarskonar matarofnæmi.
Ég kem til með að merkja uppskriftir sem eru hnetulausar, eegjalausar og sojalausar með merkingum í uppskriftasafninu.
Líklega á ég einnig eftir að setja inn eina og eina uppskrift sem mér finnst alveg meiriháttar þó að börnin hafi ekki verið sammála mér. Ég merki þær fullorðins í titli.
Þegar ég segi að uppskriftirnar séu sykurlausar þá á ég við að ekki er hvítur sykur í þeim. Ég kem til með að nota agave síróp, hunang og þess háttar.

Þessi miðill á líklega eftir að fara hægt af stað, ég er sjálf að standa í mikilli tilraunamennsku, uppskriftaleit og aðlögun. Ég set hluti inn nokkurnveginn jafnóðum en þar sem þetta er bara hobbý í hjáverkum þá getur liðið dálítill tími á milli færslna.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

*klapp* fyrir þér!!
Ég er alltaf á höttunum eftir mjólkurlausum uppskriftum þar sem pjakkurinn minn er með mjólkurofnæmi :)

þessi fer hiklaust í favorits og á linkasíðuna mína.

kv
Dagný Ásta

Kitty sagði...

Takk fyrir það.

Er einmitt að vonast til að síðan nýtist öðrum.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
getur þú haft samband við við magga123@internet.is langar að fá smá upplýsingar hjá þér. Kv Magga

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Unknown sagði...

Gott framtak, til hamingju með það. Ég leyfi mér að vísa á síðuna með tengli á matarvefnum mínum: Maturinn.com
svo fleiri fái notið. Hafir þú eitthvað við það að athuga vinsamlegast sendu mér þá línu, póstfangið á vefnum.
Með kveðjum,
Elías Stefánsson.
Maturinn.com
Netskoli.com
P.S. Eyddi fyrri athugasemd vegna aulalegrar stafsetningarvillu hjá mér :-o sami.

Linda sagði...

Frábær síða hjá þér! Ég er búin að vera á sykur, ger, glútein og mjólkurlausu fæði í 5 vikur núna og það er hægara sagt en gert að finna uppskriftir sem að ekki innihalda eitthvað af þessu. Reyndar hef ég tekið út ALLAN sykur, í hvaða formi sem hann nefnist, en er smám saman að byrja að taka inn hollari sykurinn...þe ávaxtasykur og agave.

TAKK kærlega fyrir þetta blogg...það er sem himnasending fyrir mig.

kv. Linda

Nafnlaus sagði...

Why users still make use of to read news papers when in this technological world all is accessible on
net?

Feel free to visit my blog ... grupa kreatywna

Nafnlaus sagði...

Frábært framtak líst rosavel á þetta! :-)

Nafnlaus sagði...

Navegue no site, conhea a proposta e obtenha informaes preciosas sobre MaxBlock.

Alguns assuntos sero de seu interesse, como emagrecimento, dieta en caloras, tambin son muy nutritivos.

Adems, elije granos enteros sobre los carbohidratos
refinados. Quemando Y Gozando Descargar Gratis Adelgazar sin dieta es mas facil de lo
que crees. Comer menos calorias de las que tu cuerpo quema haran que en lnea, y usted puede crear fcilmente su propia receta.


Si tienes un evento importante que viene, y quiere
perder unos de cmo perder 10 kilos en un mes con una dieta y ejercicios.
Quemando Y Gozando Con las incontables dietas en el mercado con toda pretensin de ayudar a perder y ya que la dieta de jugo te da
energa, te dars cuenta de que eres muy productivo.

Nafnlaus sagði...

This will allow the site to flourish and urge more visitors leading to high traffic
and more likes. When choosing an SEO service, the first thing
for small businesses to consider is the costs factor. What decisive factors should be deployed to
determine which firm is capable of meeting the needs of the
company and how should the success of an SEO service be measured.


Look at my weblog; Referencement site maroc