mánudagur, 6. júlí 2009

Frostpinnar

Flestir hafa gert frostpinna úr hreinum ávaxtasafa sem eru mjög fínir þegar veðrið er gott en stundum langar manni í eitthvað sem er aðeins meiri íspinni. Þá eru þessir frábærir.

2 bollar fersk eða frosin ber (Ég nota oftast hindber og jarðaber)
1/4 bolli agave
1/4 tsk vanilla
1 vel þroskaður banani
1 bolli kókosmjólk

Berin, Agave og vanilla sett í pott og soðið á lágum hita í 20-25 mínútur. Tekið af hellunni, banana og kókosmjólk bætt útí og maukað vel með töfrasprota. Hellt í frostpinna mót og fryst.

Engin ummæli: