sunnudagur, 5. júlí 2009

Vegan formkökur/möffins

Þessar eru mjög góðar og mjög fjölhæfar, hægt er að bæta hvaða bragðefnum við deigið í formi dropa eða td sítrónubörk. Óbreytt þá eru þetta vanillu kökur.

1 bolli mjólkurstaðgengill (hrís, kókos, hnetu)
1/3 bolli olia
½ bolli fructose
2 tsk vanilla
¼ bolli tapioca mjöl
2 msk vel mulin hörfræ
1/3 bolli maís mjöl (sterkja)
½ bolli hrísmjöl
½ bolli quinoa mjöl
1 tsk vínsteinslyftiduft
¼ tsk natron
¼ tsk salt

Önnur bragðefni að eigin vali, td sítrónubörkur fyrir sítrónu formkökur. Ef þið viljið gera þessar að súkkulaði formkökum sleppið þá maís mjölinu og setjið jafn mikið kakó duft í staðinn.

*Forhitið ofninn, 180 gráður celsius.
*Blandið saman mjólkurstaðgenglinum, olíunni, fructosa, og vanilludropum. Bætið svo við Tapioca mjöli og muldu hörfræjunum og þeytið vel saman með handþeytara eða hrærivél.
*Bætið öllum hinum hráefnunum saman við og þeytið á miðlungsháum hraða í 2 mínútur eða meira.
'Setjið í möffins form, ég fékk 12 kökur úr þessari uppskrift.
*Bakið í 20-23 mínútur þar til tannstöngull kemur út hreinn þegar honum er stungið í kökuna.

Ég baka alltaf möffins/formkökur í sílikon formum, þá þarf að passa að hvolfa þeim strax úr svo ekki myndist raki á hliðunum.

Þessi uppskrift er úr bókinni Vegan cupcakes-take over the world eftir Isa Chandra Moskowitz og Terry Hope Romero með örlitlum breytingum. Ég skipti soyamjólkinni út fyrir aðrar tegundir, sykri út fyrir fructosa og sleppti 1/4 tsk af möndludropum.

Engin ummæli: