laugardagur, 7. júní 2008

Desert grjónagrautur!

Það er auðveldlega hægt að gera mjólkurlausan grjónagraut
Fann þessa uppskrift hér http://crunchyparent.com/?p=105
Þetta er eiginlega meiri desert grautur að mínu mati en hinn klassíski íslenski.
Þetta var eftirmatur í kvöld og börnin kláruðu allt, báðu um meira og liggur við sleiktu innan úr skálunum þegar allt var búið, tja þær voru allaveganna vel skrapaðar að innan.
Ég tvöfaldaði uppskriftina því mér fannst heil vanillustöng of mikið fyrir einfalda uppskrift.

3 bollar soðin hrísgrjón
3 bollar hrísgrjónamjólk*
1/2 tsk salt
2 msk kókoshnetu olía
6 msk hunang
2 tsk kanill
2 egg
2 tsk gluten laust hreint vanillu extract EÐA 1 vanillustöng. Ég fann ekki nógu gott vanillu extraxt þannig að ég skar vanillustöng í tvennt, skrapaði innan úr henni ofan í pottinn og henti svo stönginni líka með í pottinn.

*Ekki öll hrísgrjónamjólk er glútenlaus. Rice Dream er það td ekki. Ég nota Isola.

1. Blandið öllu saman í pott NEMA egginu. Komið upp suðu og látið rétt svo sjóða í 15-20 mínútur (Ef þið notið extract sleppið því þá líka)
2. Í skál þeytið þá eggin með písk, bætið svo blöndunni úr pottinum í smá skömmtum út í eggin og þeytið vel á milli með písk. Mikilvægt að gera þetta á þennan hátt annars fáið þið eggjahræru í grautinn. Setjið svo aftur í pottinn, komið upp suðu og rétt viðhaldið henni í c.a 2 mínútur.
3. Ef þið notið vanillu extract bætið henni þá við hér, ef þið notið vanillu stöng takið hana þá úr, hún hefur gert sitt gagn. Setjið í skál, plastfilmu yfir og kælið.

Bæði gott heitt og kalt.



4 ummæli:

ólöf sagði...

hvernig hrísgrjon notar þú, venjuleg grautar eða hýðishrísgrjón?

Kitty sagði...

Hvort sem er venjuleg eða Hýðisgrjón, samt oftar hýðis vegna næringargildis.

Nafnlaus sagði...

Af hverju segir þú að Rice Dream sé ekki glúteinlaus? Það er ekkert sem bendir til annars á innihaldslýsingunni.

Kitty sagði...

Þegar að þessi færsla var sett inn árið 2008 þá var mikið í umræðunni á Gluten Free spjallborðum að fyrirtækið sem framleiðir Rice Dream hafi tekið út hráefnið Barley þó að það væri enn notað í framleiðslu ferlinu. Það var ekki notað sem beint hráefni heldur á flókin hátt í ferlinu sem leiddi til þess að glúten var ekki mælanlegt í vörunni með þeim prófunum sem fyrirtækið notar en það var hins vegar mælanlegt með nákvæmari mæliaðferðum. Margir einstaklingar sem voru mjög næmir fyrir glúteni voru að lenda í vandræðum vegna þessa. Ég hef ekki rannsakað það hvort þetta hafi breyst á seinustu 2 árum en ákvað að treysta þessu fyrirtæki ekki og sleppa því frekar að nota þessa vöru. ´´Eg las afrit af bréfum frá þessu fyrirtæki á þessum tima og fannst þau á engan hátt til þess fallin að gefa mér nokkra öryggistilfinningu gagnvart því. Þau viðurkenndu að þau væru ennþá að nota Bygg í ferlinu, að ekkert í ferlinu hafi breyst en vegna þeirra m´linga töldu þau sig geta sleppt því að telja það upp að Bygg hafi verið notað í ferlinu.