Var að versla í gær og gríp upp kokteilsósu brúsa frá E.Finnsson. Les yfir innihaldslýsinguna og þar er talið upp Vatn, jurtaolía, eggjarauður, tómatþykkni, sinnep, edik, salt, krydd, bindiefni (E 1412, 412, 410, 401) og rotvarnarefni E 202).
Kokteilsósa er alls ekki eitthvað sem er oft í boði hér á bæ en þegar grillveislu vertíð er að hefjast þá er ágætt að hafa einhverja sósu til að grípa í ef maður gleymir að búa til sína eigin.
Horfi á "jurtaolía" og fer að spá hvort það gæti verið soyaolía sem er komin á bannlista fyrir mig, reyndar bara mig þar sem soyaóþol hefur verið að koma í ljós.
Spái svo í "tómatþykkni" og fer að hugsa út í hvort það gæti verið maltodextrín í því eða corn syrup.
Hringi svo í E.finnson og kemst að því að þeir kjósa að sleppa því að setja sykur á innihaldslýsinguna þó að það sé eitthvað sem þeir bæta við. Sinnepið er nefnilega blandað af þeim, sinnepsduft, sykur og eitthvað annað. Ég myndi skilja það ef að þeir keyptu bara sinnep sem væri bætt út í en nei þeir búa það til sjálfir og telja sig ekki þurfa að skilgreina neitt nánar hvað það inniheldur.
Afhverju geta íslensk fyrirtæki ekki tekið upp á sitt einsdæmi að skilgreina nákvæmlega hvað er í vörum þeirra. Allaveganna því sem þeir bæta sjálfir við vörur sínar.
Svo mikið er víst að ég tek ekki sénsinn á því að versla við þá aftur, allaveganna ekki á næstunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli