sunnudagur, 7. júní 2009

Súkkulaði brownies

1/4 bolli hrísmjöl
1/4 bolli tapioca mjöl
1/3 bolli kakó
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/8 tsk salt
1/4 bolli kókosolia
60 gr dökkt súkkulaði saxað (+auka ef þið viljið súkkulaði bita í kökunni)
1 egg
2 eggjahvítur
1/2 bolli fructose
1 msk olía
2 tsk vanillu dropar

Til að breyta til má bæta við td söxuðum hnetum.

Forhitið ofninn, 180 gráður celsius.

Blandið saman, hrísmjöli, tapioca mjöli, kakódufti, vínsteinslyftidufti og salt í skál, hrærið vel í með písk, þá þarf ekki að sigta.

Hitið kókosolíuna í litlum potti við lágan hita, hellið súkkulaðinu saman við og hrærið þar til súkkulaðið er uppleyst. Passið að þetta brenni ekki.

Í annari skál hrærið þá vel saman eggin, fructosann, olíuna og vanillu dropana. Hellið svo súkkulaði blöndunni varlega útí og hrærið vel á meðan.

Bætið svo þurrefna blöndunni saman við og hrærið vel þar til blandan er kekkja laus. Bætið við súkkulaði bitum og hnetum ef þið eruð að nota þess háttar. Hellið svo í lítið eldfast mót (mitt var 21x21 cm) sem er búið að pensla með smá olíu og bakið í 25-30 mínútur.

Leyfið kökunni að kólna alveg áður en hún er skorin.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sá í gömlum Gestgjafa í dag slóðina á þessa síðu og verð bara að segja að hún er gargandi snilld! Þú átt svo sannarlega skilið mikið hrós fyrir þessa síðu :D
Það er tvennt sem mig langar að spyrja þig að. Annað er að þú setur oft edik í brauðuppskriftir. Afhverju gerir þú það? Hitt er varðandi eplamaukið. Notarðu alltaf barnamatsmauk eða kaupirðu stóra krukku í heilsubúð? Persónulega finnst mér þetta í stóru krukkunum ekki eins sætt og því væri gaman að vita hvað þú segir.
Enn og aftur hjartans þakkir fyrir frábæra síðu ;)
Bestu kveðjur, Jórunn

Kitty sagði...

Sæl Jórunn
Takk kærlega fyrir, gott að hún er að koma öðrum að notum.
Mér finnst edikið gefa aðeins betra bragð og hefur smávægileg áhrif á áferðina en það er ekki neinn svakalegur munur ef maður sleppir því.
Ég nota jöfnum höndum barnamauk, eplamauk í stóru krukkunum eða ég bý til mitt eigið. Það er oft þægilegt að nota litlu krukkurnar ef þú ert bara að nota smá í eina uppskrift og sérð ekki fram á að nota meira næstu daga, þá skemmist restin ekki inní ísskáp hjá manni en það hefur engin teljandi áhrif á bragð eða áferð.
Kveðja Kitty