fimmtudagur, 19. júní 2008

Hvar fæst hráefnið!

Hráefni í Glúten, mjólkur og sykurlausan mat fæst víðsvegar.
Ég ætla koma með smá lista um þá staði sem ég hef fundið og notað.

#Góð heilsa gulli betri er á Njálsgötu 1 og er með eitthvað af glútenlausum vörum og einhverjar mjólkurstaðgengilsvörur.

#Yggdrasill á skólavörðustíg eru með ágætt úrval af glútenlausum mat, einnig mjólkurvöru staðgengla og ýmislegt annað td agave síróp, carob og margt fleira.

#Heilsuhúsið er einnig með eitthvað af vörum. Svipað úrval og Yggdrasill þannig séð en ekki allt sömu vörurnar. Ég mæli með að þð kynnið ykkur íbúakort heilsuhússins.
http://www.heilsuhusid.is/klubburinn/

#Maður lifandi er með þokkalegt úrval.

#Sumar hagkaups verslanir eru með ýmislegt, ég hef bara farið í lífsins lind í hagkaup í kringlunni.

#Asískar verslanir eru með ýmislegt. Ég hef notast við Fillepeysku búðina á horninu á hverfisgötu og barónstíg og fæ td ódýrasta hrísgrjónahveitið sem ég hef fundið þar. Einnig fæ ég þar Tapioca hveiti, Tamari sósu, kókosmjólk, ýmsar hnetur og fræ og margt fleira og það mun ódýrara en í heilsuvöru verslununum. Einnig hef ég verslað ýmislegt í Mai Thai á laugaveginum beint á móti Hlemm.

#Rangá í skipasundi er með þokkalegt úrval af glútenlausum vörum en því miður innihalda flest allar sykur. Flestar vörurnar hjá þeim voru frá semper.

#Bónus er með einhverjar mjólkurstaðgengilsvörur en mismunandi úrval eftir verslunum. Það sem ég hef séð hjá þeim er Provamel Soyamjólk, Rice and Rice hrísmjólkin og Rice Dream hrísmjólkin. Athugið að Rice Dream er EKKI glútenlaus. Einnig er Bónus með Sollu vörurnar og einnig fæst Larabar þar sem er laust við Glúten, mjólk og sykur. Bónus er með nánast engar glútenlausar sérvörur.

#Krónan er með mjólkurstaðgengilsvörur, glútenlaust morgunkorn en annars svipaðar vörur og heilsuvöru hillur í Bónus. Mun meira er samt í Krónunni af lífrænum og Eco vörum. Ég sjálf hef bara farið í Krónuna á Granda.

#Fjarðarkaup er með bestu heilsuvörudeild í venjulegri verslun sem ég hef séð á Íslandi, einnig eru þau með gott úrval af glútenlausri sérvöru.

#Græna Torgið í blómaval er með eitthvað af mjólkurstaðgengilsvörum, takmarkað af glútenlausum en ágætt úrval af súputeningum sem innihalda hvorki sykur né MSG. Eru með mjög gott úrval af lífrænni matvöru og lífrænum ávöxtum og grænmeti.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veist þú hvar Kókoshveiti er fáanlegt?
Kv Valgý

Kitty sagði...

Sæl
Eftir minni bestu vitund þá er ekki flutt inn kókoshveiti hér á landi, því miður. Ég hef búið það til með því að mala kókosmjöl mjög fínt en það er mikil vinna..
Kv Kitty